Öryggisstefna

Rekstri Slippsins skal hagað með þeim hætti að öryggi og heilsu starfsmanna sé ekki ógnað. Markvist er unnið að því að draga úr áhrifum starfsemi fyrirtækisins á innra og ytra umhverfi. Slippurinn er meðvitaður um ytra umhverfi sitt, tryggja heilbrigt og öruggt starfsumhverfi og verja starfsmenn sína, tæki og verðmæti fyrir slysum og tjóni. Starfsemi og rekstur fyrirtækisins fylgir öllum gildandi lögum og reglugerðum sem eiga við hverju sinni.

Neikvæðum umhverfisáhrifum af rekstri fyrirtækisins er haldið í lágmarki með því að:

  • Stuðla að betri nýtingu auðlinda, minni sóun hráefna og aukinni endurnýtingu og endurvinnslu.
  • Leitast við að velja vistvænar vörur og þjónustu.
  • Tryggja að allt starfsfólk Slippsins þekki og starfi eftir umhverfis- öryggisstefnu og markmiðum fyrirtækisins.

Slippurinn hvetur því starfsmenn:

  • Að hagræða í ferðum á vegum fyrirtækisins með þessi markmið í huga.
  • Til vistvænna ferða í og úr vinnu og stuðlar að því að það verði mögulegt.

Hjá Slippnum er lögð áhersla á öruggt og heilnæmt vinnuumhverfi starfsmanna.

Vægi

Gildi og stefna öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála skal ávallt höfð að leiðarljósi í allri umræðu er tengist starfsemi fyrirtækisins. Áherslur og markmið öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála skulu hafa sama vægi og önnur meginmarkmið fyrirtækisins við ákvarðanatöku, svo sem fjárhags- og rekstrarleg markmið.

Ábyrgð

Forvarnarstarf fyrirtækisins miðar að því að raungera markmið um enginn slys og lágmarka um leið áhrif reksturs á innra og ytra umhverfi. Stjórnendur á öllum stigum eru ábyrgir fyrir því að framfylgja og styðja öryggis-, heilbrigðis- og umhverfis stefnu (ÖHU) fyrirtækisins markvist á öllum tímum. Stjórnendum ber að efla almenna öryggisvitund starfsmanna með uppfræðslu og staðfestu. Stjórnendur skulu starfa náið með sínum starfsmönnum við útfærslur og lausnir ÖHU mála.

Umfang

Öllum starfsmönnum Slippsins, starfsmönnum undirverktaka og gestum ber því að fylgja öryggisreglum Slippsins og gæta eigin öryggis og annarra á meðan þeir starfa eða dvelja innan athafnasvæðis Slippsins. Persónuleg ábyrgð einstaklingsins er alltaf til staðar.

Skipulag

ÖHU málum er stjórnað af ÖHU-stjóra fyrirtækisins. Auk þess er starfandi öryggisnefnd í fyrirtækinu sem samanstendur af tveimur öryggisvörðum skipuðum af stjórnendum fyrirtækisins og tveimur öryggistrúnaðarmönnum kjörnum af starfsfólki fyrirtækisins.