top of page

NÝ KYNSLÓÐ
DNG R1.

Ein fullkomnasta færavindan
á markaðnum!
Fullkomnuð , í gegnum áratuga þróun og stöðugar rannsóknir.

slippurinn_jiggingReel_0001.png
slippurinn_jiggingReel_0002.png

DNG
FÆRAVINDAN.

Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og eru mikil tímamót nú þegar fyrirtækið er komið fram með nýja kynslóð af vindu sem heitir R1 en næsta kynslóð á undan var C6000 vindan sem kom fyrst á markað árið 1995.

Mótor vindunnar er sérhannaður af DNG fyrir færaveiðar, ekki er þörf fyrir kúplingu eða gír heldur er girnishjólið fest beint á mótoröxulinn. Mótorinn er svokallaður burstalaus þrepamótor. Engin kol eru inn á anker mótorsins heldur er hann útbúinn síseglum. Slitfletir eru einungis á tveimur legum í öxulendunum og viðhald þess í lágmarki.

DNG vindan er framleidd hjá DNG og er því íslensk framleiðsla. Allur vélbúnaður vindunnar (mótor, girnishjól og annar sjáanlegur búnaður) er hannaður og framleiddur af DNG. Útlit og hugbúnaður vindunnar er einnig hannaður af DNG. Aðkeyptir rafíhlutir eru í hæsta gæðaflokki og áður en hver færavinda er afgreidd fer hún í gegnum strangt gæðapróf þar sem allar stillingar eru prófaðar undir mismunandi álagi. Vindan er þrýstiprófuð undir vatni og er þess vegna algerlega vatnsþétt. 

DNG vindan inniheldur mörg mismunandi veiðikerfi, svo sem veiðikerfi fyrir þorsk, ufsa, makríl, smokk, beittan öngul, tröppukeip og ýmis leitarkerfi. Notandinn getur einnig útbúið sín eigin veiðikerfi og sín sérstöku keip og geymt í minni vindunnar. 

DNG vindan er háþróað veiðitæki sem tryggir fiskimönnum mikil afköst með litlum tilkostnaði. Færafiskur er talinn besta hráefnið, sem sýnir sig á fiskmörkuðum víðsvegar um heim. Út frá þessum staðhæfingum segir sig sjálft að færaveiðar er einhver hagkvæmasti veiðiskapur sem völ er á.

 

Í STUTTU
MÁLI
.

 • Háskerpuskjár.

 • Keyrir hljóðlaust, engin hávaði.

 • Mikil afköst.

 • Lítil rafmagnsnotkun, vinnur bæði á 12V og 24V jafnstraums rafkerfum.

 • Algerlega vatnsþétt.

 • WiFi samskipti milli færavindanna.

 • Innbyggðar stillingar fyrir vinsælar fisktegundir.

 • Fiskleitarkerfi.

 • Hægt að aðlaga nánast öllum aðstæðum.

 • Notandi getur sett inn sínar eigin stillingar.

 • Veiðikerfi fyrir smokkfisk og makríl.

 • Fjaraðstoð fyrir stilllingar og notkun.

MYNDIR.

FÆRAVEIÐAR
MYNDBAND.

manuals

HANDBÆKUR &
LEIÐBEININGAR.

thumb_jiggingReel_r1_manual_ice.png

Handbók DNG R1 (Útg. 1.25)

thumb_jiggingReel_c6000i_settings_ice.png

DNG C6000i Stillingar (Útg. 3.00)

thumb_jiggingReel_r1_settings_ice.png

Helstu Stillingar DNG R1 (Útg. 1.25)

thumb_jiggingReel_c6000i_manual_ice.png

Handbók DNG C6000i (Útg. 3.00)

REEL
MASTER
.

Til að tryggja nýjustu útgáfu Reel Master hugbúnaði, þá er hægt að hlaða honum niður með því að að ýta á svarta hnappinn hér að neðan.

ÖRYGGI
OG GÆÐI
.

VATNSÞÉTT

Vindan er þrýstiprófuð undir vatni og er þess vegna algerlega vatnsþétt. 

FJARAÐSTOÐ

Hafðu samband og við aðstoðum að koma vindunni í réttar notkunarstillingar.

GÆÐI

DNG færavindan er hönnuð með það fyrir augum að bilanatíðini sé í algjöru lágmarki.

SÍFELLD
ÞRÓUNARVINNA.

DNG rekur öfluga þróunardeild sem er stöðugt í sókn og vinnu að áframhaldandi þróun ásamt því að skoða aðra notkunarmöguleika og þarfir notenda.

Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og munu halda því áfram, kynslóð eftir kynslóð.

HAFÐU SAMBAND.

armann.jpg

Ármann H. Guðmundsson

Þjónustustjóri

840 2903

bottom of page