DNG sjálfvirka vindan inniheldur mörg mismunandi veiðikerfi, svo sem fyrir makríl, þorsk, ufsa, smokkfisk o.fl. DNG færavindan hefur verið framleidd síðan 1985 og mjög stórt hlutfall af framleiddum DNG færavindum frá upphafi eru enn í notkun. DNG vindan er hönnuð fyrir erfiðustu aðstæður til sjós og með það fyrir augum að bilanatíðni sé í lágmarki. Vindan er vatnsheld og búin til úr seltuþolnu áli og ryfríu stáli til þess að koma í veg fyrir tæringu og annað álag sem sjómennsku fylgir. Áður en vindan er afhent fer hún í gegnum strangt gæðapróf og hún afhendist með tveggja ára ábyrgð. Slippurinn Akureyri ehf. framleiðir vindurnar og sér um sölu og þjónustu gagnvart viðskiptavinunum. Vindan er alfarið smíðuð og samsett á Akureyri.