Mikil sala ß sjßvar˙tvegssřningunni

Tekið af mbl.is „Þetta er eins og með öll verkefni, það hjálpar allt til,“ segir Anton Benjamínsson, framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri ehf. Slippurinn gekk á laugardag frá samningum við útgerðarfyrirtækið Onward Fishing, dótturfyrirtæki Samherja í Skotlandi, um smíði vinnslulínu í togarann Norma Mary sem er um þessar mundir í lengingu og vélarskiptum í Póllandi.

 

Segir Anton samningana skila fyrirtækinu um 50 milljónum króna, en um 145 starfsmenn vinna hjá Slippnum. Hafist verður handa við smíði vinnslulínunnar í dag og er áformað að ljúka verkinu í desembermánuði. Anton segir einnig færavindur hafa selst vel á sýningunni, eða fyrir um 25 milljónir króna, og þá sér í lagi hina nýju makrílvindu. „Þannig að við erum mjög ánægðir með sýninguna,“ segir Anton.

Jónas Ágústsson, framkvæmdastjóri Eltaks ehf., kveðst einnig vera mjög ánægður með árangur sýningarinnar. „Salan fór fram úr björtustu vonum,“ segir Jónas. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á rafeindavogum og öðrum búnaði.

 DNG ehf. | Naustatanga 2 | 600 Akureyri

SÝmi (+354) 460 2900 / Fax (+354) 460 2901

ISO 9001